Járnmaðurinn Telma Matthíasdóttir.

May 6, 2016

 

24. september 2015 skellti ég mér með Telmu Matthíasdóttur inn í Hvalfjörð til að búa til myndir. Þetta var önnur formlega þríþrautartakan sem ég gerði. Ég var búinn að mynda þríþrautarfólk úr Ægi Þríþraut nokkru áður og var farinn að langa að halda áfram með það sem ég var að gera tilraunir með þar. Ég var jú að kynnast nýju sporti og enn að átta mig á hvernig best væri að nálgast það með myndavél. Telma var í toppformi enda að fara að keppa í Ironman í Barcelona tveimur vikum seinna og ákvað ég því að tékka á henni. Hún fékkst til að fórna sér í þessa tilraun. Til að gera langa sögu stutta þá gekk þetta eins og í sögu. Útkoman varð eins og ég hafði vonað. Myndirnar hafa síðar fengið svolitla athygli. Meðal annars hafa bæði ORCA og Ironman Official birt myndir úr tökunni.

Telma fór svo til Barcelona ca. viku síðar og brilleraði í sínum fyrsta Ironman. Ég spurði Telmu hvernig upplifun það væri að klára þessa miklu þrekraun sem Ironman er.

 

„Fyrsta Ironman keppnin mín“.

Ég mun seint gleyma þessum degi  

Váhá ... Þvílíkt lokahóf eftir árs undirbúning, bæði andlega og líkamlega.  Keppnin var ein stór veisla sem stóð yfir í rúma 11 klst.  Það gekk allt upp og meira,  mig dreymdi ekki  um þennan árangur  svo það var frekar óvænt að sjá tímann „11:16:47“ þegar ég kom í MARK og í 9 sæti .

Nú er hálf ár síðan ég kláraði Ironman  ævintýrið og ég verð að viðurkenna það að ég hef lítið sem ekkert æft þríþraut síðan.  Ég er alltaf í ræktinni, lyfti mjög mikið á veturnar og hleyp þar aðeins á bretti. Ég hef farið nokkrum sinnum á trainer heima í bílskúr en ekkert synt.  Líkami minn var greinilega að kalla á frí frá öllum þessum þolæfingum, ég fann að ég þurfti að byggja mig upp!

Ég er bara búin að æfa þríþraut í 3 ár og Þríþrautin er meira svona sumar áhugamál hjá mér. Ég vinn allan daginn inn á líkamsræktarstöð og tek æfingar þar á milli stríða. Á sumrin hefur mér alltaf fundist gott að æfa úti, þramma fjöll, hjóla, hlaupa og synda.  Svo nú er minn tími að koma á ný og fyrsta hjóla keppnin er á sunnudaginn 63 km.  Svo rúlla ég áfram í keppnum yfir  sumarið ef ég er á staðnum.  Mér finnst gaman að keppa, setja pressu á mig og auðvitað númer eitt að vera með og njóta!
 

Þeir sem vilja lesa um IRONMAN KEPPNINA:
Lagði af stað með þá von um að líða vel frá upphafi til enda!

Stakk mér til sunds í sjóinn ásamt 2600 íþróttamönnum sem voru með sama fiðrildið í maganum og ég.

Það gekk ótrúlega vel að synda þessa 3,8km, leið stórkostlega allan tíman og kom fimmta kona uppúr sjónum.

Hjólatúrinn, sem var 180km, leið einn tveir og bingó!  Ég trúi því varla sjálf hversu auðvelt þetta var. Ég vissi að þetta yrði skemmtilegt enn mér hefur aldrei liðið eins vel í hjólatúr áður, enda stökk ég af hjólinu eins og atvinnumaður og hljóp með það i mark og var í þriðja sæti þegar þarna var komið!

Í skó og hljóp af stað, 42,2km biðu eftir mér, vegalengd sem ég hafði aldrei hlaupið áður.  Ég var fyrstu 20km að leita af systrum mínum og maka. Þau voru þá ekki komin að hlaupaleggnum því ég var langt á undan eigin væntingum.  
Heyrði svo gargað á mig að nú værir þetta ekki lengur bara spurning um að klára því tíminn var svo góður að ég ætti möguleika á að vera í topp 10.

Að heyra fólkið mitt í þessu ástandi, fagnaðar öskrum og hlaupandi um með myndavélar á lofti og brosandi út að eyrum fékk mig til að gefa örlítið í og klára með stæl. 

Endaði í 9 sæti á tíma sem mig hafði ekki einu sinni dreymt um 11:16:47

Segði það hér sem margfaldur heimsmeistari sagði við mig:

"Trúðu á sjálfan þig, þú munt ekki bara koma hinum á óvart,  heldur sjálfri þér"

Nú er ég IRONMAN og stolt af því!


 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Featured Posts

Og þá eru Pedalar að koma út í þriðja sinn.

May 2, 2016

1/1
Please reload

Recent Posts
Please reload

Archive
Please reload

Search By Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square