Róbert Lee og eitt fallegasta hjól landsins.

May 22, 2016

 

Róbert Lee þekkja flestir hjólarar landsins. Gjaldkeri og einn af driffjöðrum Hjólreiðafélagsins Tinds ásamt meiru. Einhvern tímann rakst ég á mynd af Róbert þar sem hann var að taka þátt í íslandsmóti í götuhjólreiðum á níunda áratugnum. Það má því eiginlega setja hann í hóp brautryðjanda í hjólasportinu á Íslandi. Robert er mikill smekkmaður á hjól og því kom mér ekki á óvart að hann fékk sér CANYON Aeroad CF SLX 9.0 LTD fyrir sumarið. Þetta hjól er notað af atvinnumannaliðunum KATUSHA og Movistar er eitt sigursælasta hjól síðustu ára. Fyrir utan að vera alveg einstaklega fallegt. Dómarnir sem það hefur fengið eru allir á einn veg. Þetta er hjól til að fara hratt á. Hjólið hans Roberts er búið Shimano Dura-Ace Di2 ásamt því að hann setti á það Stage aflmæli og Boyd carbon gjarðir. Klárlega eitt af allra bestu hjólum landsins. Ég hitti Róbert uppi í Nesjvallabrekkum í dag og smellti nokkrum myndum af honum á hjólinu.

 

 

 

 

 

 

 

Please reload

Featured Posts

Og þá eru Pedalar að koma út í þriðja sinn.

May 2, 2016

1/1
Please reload

Recent Posts
Please reload

Archive
Please reload

Search By Tags

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square